föstudagur, júní 06, 2008

1-2-1-2

Jú þetta virðist allt virka ennþá.........

Mar kannski hendir þá inn nokkrum línum fljótlega

miðvikudagur, mars 05, 2008

Byggjarinn

Það er ekkert að gerast á þessari blessuðu síðu sem er svona c.a andstæðan við það sem er hjá mér. Er svona búinn að vera að bræða það með mér að skella síðunni í lás bara en það kemur í ljós...... Ætli mar reyni ekki að sjá hvort andinn komi yfir mann.

Erum ekki flutt eins og til stóð, það stendur á Innréttingunum og hurðum, svo eiga flísararnir eftir að klára að flísaleggja annað baðherbergið, þvottahúsið og bílskúrinn ( koma næstu helgi )....Þá er þetta done.
Mar að verða nokkuð spenntur, verður lúxus að komast úr þessari leiguholu...........Stefnan tekin á flutning í kringum páskana þó það sé viðbúið að það frestist að mánaðarmótum mars / apríl.

Karvel sáttur með ljósakrónuna í nýja herberginu sínu.

Ætli ég verði ekki að viðurkenna að það verður fínt að fara í tvær vikur til spánar í lok maí. Aðeins að sóla á sér bumbuna, tær uppí loft og raða inn nokkrum köldum........

En allavega nú er um nóg annað og mikilvægara að hugsa styttist í blessaðan mánudaginn....shittttt

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Stóra geispið.

Rútína hjá mér síðustu daga og vikur, mæta í vinnu frá 9:00 – 17:00, fara svo útí hús að smíða og hef verið að skila mér heima á milli 2 og 5 á nóttunni. Í dag er einn mánuður og 14 dagar þangað til við stefnum á að flytja inn, þ.e 1. mars. Það verður forvitnilegt að sjá hvort það gangi upp. Það styttist í að öll innismíði verði búin og húsið tilbúið til innréttinga þ.e málunnar, innréttinga og gólfefna. Búið að draga í rafmagn, málararnir eru að byrja að sparsla og flísar og tæki komin í bílskúrinn.

Bíddu við !

Fyrir þá sem eru að byggja eða í sambærilegum framkvæmdum þá get ég alveg bent ykkur á að kaup aldrei neitt nema að fá að lágmarki 20 % afslátt, ég hef vælt út af flestu 25-30 % afslátt, er samt komin slatta yfir kostnaðaráætlun !

Mig langar svakalega í sleða.....ussss. Geggjaður þessi snjór, finnst þetta alveg frábært, þangað til það fer að hlána allavega

Er kominn með kaupanda af cruiser, er alls ekki að týma að selja hann, er að afhenda hann á morgun með tárin í augunum.......Ég verð þá að sætta mig bara við Q7....

Sjaldan vinnur hamar verk úr hendi !

föstudagur, janúar 04, 2008

Já kominn tími á fyrsta blogg ársins eða hvað......

Áramótin voru stórfín fyrir utan þetta helv veður, djöfull er ég orðinn þreyttur á þessu. Mér fannst skaupið nokkuð gott, margir mjög góðir sketsar en auðvitað nokkrir inná milli slakari, verst af öllu þótti mér þó að sjá auglýsingu í miðju skaupi frá........-Max eitthvað, sérstök stofnun það !

Maturinn var frábær, mergjaður humar í forrétt, snilldar naut í aðalrétt, úrvals eftirréttur, nokkrir kaldir og málið dautt.... púff keypti slatta af flugeldum svo var mar að brasast við að skjóta þessu upp í brjáluðu roki og rigningu. Það var lítið sem ég fékk útúr því og hvað þá þeir sem reyndu að standa úti að horfa !

Hvað er að Íslendingum ?
Fór í kringluna í gær, það var ekki séns að ég yrði einmanna þar allavega sjæseman. Ég var án gríns tæpan hálftíma að finna mér stæði, nei ég var ekki á rútu ! það var ekki mikið skárra þegar inn var komið. Útsölurnar semsagt byrjaðar á Íslandi, kortin ekki kólnuð eftir jólabrjálæði þá er einmitt málið að fá sér ábót, fyrst ég var nú kominn í Kringluna þá kíkti ég náttlega á Hugo frænda og kom klyfjaður út eins og versta kelling. Ég er að hugsa um að leggja til innan stór fjölskyldunnar að færa pakkadaginn frá aðfangadegi yfir á þrettándann, þannig yrði hægt að loka jólapakkaflóðinu á útsölum, fyrst mar er byrjaður á þessu þá er spurning hvort mar færi ekki bara líka skotkvöldið alfarið frá áramótunum yfir á þrettándann, þá er oftast betra veður og náttlega miklu ódýrari flugeldar $$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$............ Allavega pæling
Annars bara brjáluð smíðavinna framundan alla helgina......allir velkomnir

mánudagur, desember 31, 2007

Árið þá á enda runnið.....



Jólin búin að vera alveg frábær, erum búin að vera meira og minna fyrir austan í hjá gömlu í nýja húsinu. Mar fékk eins og alltaf fullt af fínum gjöfum og besta mat í heimi. Á laugardagskvöldið var svo mætt í fimmtugs afmæli hjá Jonna ( finnst hann nú vera talsvert yngri í anda en það ?

Áramótunum verður líka eytt á Hellu eins og síðustu 26 árin, er þræl fúll yfir þessu veðri, var búinn að ákveða að kassa vel í flugelda þetta árið en skv. veðurspá verður líklega lítið varið í veðrið um miðnætti.


Ég er einn af þeim sem finnst áramót góður tími til breytinga og hef því sett mér þónokkur áramótaheit. Sum þeirra fást uppgefin önnur ekki, eitt þeirra er að koma mér aftur af stað í ræktina ( frumlegt ! ) vantar reyndar sárlega almennilega aðstöðu hér á Selfossi, eitt af því fáa sem ég sakna úr höfuðborginni.

En allavega gleðilegt nýtt ár og þakka liðið, læðist innum gleðinnar dyr á nýju ári.

miðvikudagur, desember 12, 2007

12 des

Jæja þetta blessaða próf búið, nú bíður maður eins og kúkur í klósetti eftir að verða sturtað niður ! Kennararnir hafa 4 vikur til að fara yfir þessi ósköp ( flott hjá þeim að vera ekkert að koma með niðurstöðuna fyrir jólin )
Hvernig gekk ?
Í prófum sem þessu er erfitt að segja til um það, ég skrifaði mikið og í raun ekkert sem kom mér á óvart í prófinu. Það er bara spurning hvernig manni gengur að koma þessu frá sér. 35 % voru því miður krossar, einn eða fleiri réttir, er í mikilli óvissu með útkomuna útúr því.

Framkvæmdir ganga bærilega, er verið að vinna í að setja upp milliveggi.......sæll hvað við erum að tala um marga 500 þús kalla og millur í þessu, maður er orðinn hálf ónæmur fyrir þessum kostnaði, mar þakkar orðið fyrir ef reikningarnir eru undir 500 þús og borar þá með bros á vör. Ennþá er stefnan að flytja inn í kringum mánaðarmótin feb-mars.

Annars er jólaskapið að detta inn.....

miðvikudagur, desember 05, 2007

Stress, hjúskapur og Q7

..............enn styttist í þetta blessaða próf, morgundagurinn í lærdóm og svo er þetta dottið inn. Hefði alveg mátt ganga betur að læra eins og oftast............... er núna sveittur yfir persónu- sifja og erfðaréttinum.
Keypti alveg geðveikan bíl í síðustu viku að mínu mati allavega. Mar kann nú að dreifa huganum á próftímanum :-( Nýr Audi Q7.......bara skemmtilegur, er reyndar bara búinn að keyra hann 250 km

Á til sölu úrvals Cruiser......!
Hjúskapalög 3. gr.” Hjón skulu skipta milli sín verkefnum á heimili eftir föngum, svo og útgjöldum vegna heimilisrekstrar og framfærslu fjölskyldu” Hvað er þetta með heimilisverkin ?